Bjarg Endurhæfing

Starfsemi

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni hefur rekið sjúkraþjálfun frá árinu 1970 og iðjuþjálfun frá árinu 2004. Hjá félaginu starfa tölf sjúkraþjálfarar og tveir iðjuþjálfar. Stöðin er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 15.30.

Best er að tilvísun frá lækni sé fyrir hendi, til að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði. Fjöldi meðferða fer eftir gangi mála og er ákvörðun viðkomandi starfsmanns og sjúklings. Að lokinni meðferð sendir sjúkra- og/eða iðjuþjálfi tilvísandi lækni skýrslu þar sem greint er hvaða meðferð var beitt og hvaða árangur náðist.