Hjálparsjóður
Úthlutunarreglur fyrir Hjálparsjóð Sjálfsbjargar1. Styrkþegar skulu vera félagsmenn í Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni og hafa greitt félagsgjöld til félagsins.
2. Sjóðurinn veitir styrki til eftirfarandi verkefna:
a) Til háskólanáms.
b) Til aðlögunar á umhverfi og tækjakaupa vegna atvinnu, náms , tómstunda eða til boðskipta.
c) Til ferðalaga innanlands eða erlendis vegna aukakostnaðar.
d) Til annarra þeirra verkefna sem stjórn sjóðsins metur hæf svo sem til nýsköpunar-og sprotaverkefna.
3. Auglýst skal eftir umsóknum með eins mánaðar fyrirvara. Umsóknum skal skilað til stjórnar sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum. Öllum umsóknum skal svarað skriflega. Úthlutun fer fram á degi fatlaðra þann 03. desember ár hvert.
4. Markmið með verkefnum sem sótt er um styrki til þurfa að vera skýr og greinagóður rökstuðningur skal fylgja umsóknum.
5. Þeir sem hljóta styrki skulu skila inn greinagerð ásamt kostnaði eigi síðar en einu ári eftir að styrkveiting fór fram sé þess óskað af stjórn sjóðsins.
6. Hægt er að sækja um oftar en einu sinni til sama verkefnisins.
7. Þeir sem fá styrk verða að vera tilbúnir að veita viðtöl í miðlum félagsins s.s. í félagsblöðum og á heimasíðu eða til annarra fjölmiðla.
8. Úthlutunarnefndinni er ekki skylt að veita öllum umsækjendum styrk hverju sinni.
- Akureyri 29.09.2009