Sagan

Sjálfsbjörg Akureyri og Nágrenni

1958

Þann 8. október var Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, stofnað. Sigursveinn D. Kristinsson skólastjóri tónlistarskólans á Siglufirði var hér á ferð, en hann hafði verið helsti hvatamaður að stofnun félaga fatlaðra í Reykjavík, Ísafirði og á Siglufirði. Fyrsti formaður félagsins var Emil Andersen.

1959

Hafist var handa við byggingu á húsi félagsins að Hvannavöllum 10, þar sem nú er hús Hjálpræðishersins á Akureyri. Húsasmíðameistari var Jón Gíslason sem jafnframt byggði húsið að Bugðusíðu 1. Húsið hlaut nafnið Bjarg.

1960

Nýbyggingin að Hvannavöllum 10 tekin í notkun sem félagsheimili og vinnustofur.

1968

Plastiðjan Bjarg tekur til starfa. Fyrsta verkefni Plastiðjunnar var að framleiða ferkantaðar lagnadósir fyrir ítalska fyrirtækið Ticino. Plastiðjunni var ætlað að veita fötluðu fólki atvinnu.

1970

Endurhæfingarstöðin Bjarg opnuð. Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari ráðinn.

1971

Plastiðjan Bjarg hefur framleiðslu á fiskikössum

1974

Íþróttafélag fatlaðra stofnað 7. desember. Fyrsti formaður þess var Stefán Árnason.

1976

21. ágúst var fyrsta skóflustungan tekin að nýbyggingu félgsins að Bugðusíðu 1.

1981

Starfsemin flutt að Bugðusíðu 1 og húsnæðið nefnt Bjarg.

1983

Plastiðjan Bjarg gerir samning við ítalska fyrirtækið Ticino um samsetningu á rafmagnsklóm. Samningurinn veitti 11 fötluðum einstaklingum hálfsdagsvinnu.

1984

Ako-plast tekur til starfa. Fyrirtækið var í eigu Sjálfsbjargar en ekki verndaður vinnustaður.

1988

Íþróttahúsið tekið í notkun. 30 ára afmæli félagsins.

1991

Ako-plast selt.

1992

Ríkið tekur rekstur Plastiðjunnar á leigu. Akureyrarbær kaupir hluta kjallarans á Bjargi fyrir félags- og þjónustumiðstöð eldri borgara.

1993

Ríkið kaupir Plastiðjuna Bjarg.

1996

Lokið við frágang bílastæða og lóðar á Bjargi og aðlbygging máluð.

1997

Tveir félagssalir teknir í notkun í kjallara Bjargs.

1998

Félagið 40 ára.

2001

Líkamsræktin Bjarg ehf tekur á leigu húsnæði hjá félaginu og yfirtekur rekstur líkamsræktar.

2002

Sjálfsbjörg Akureyri fær í fyrsta sinn sálfstæðan samning við Tryggingastofnun ríkisins vegna sjúkraþjálfunar.

2003

Sjálfsbjörg afsalar sér réttindum til bygginga á lóð sem liggur á milli Glerárkirju og Bjargs til Akureyrarbæjar, en fær í staðinn verulega stækkun á bílaplani.

2004

Íþróttahús félagsins selt til Líkamsræktarinnar á Bjargi ehf og öll starfsemi líkamsræktar flyst þangað. Samningar nást við Tryggingastofnum ríkisins um starf iðjuþjálfa að Bjargi.

Iðjuþjálfun hefst og Anna María Malmquist ráðin til starfsins.

2007

Verulegar endurbætur gerðar á húsnæði félagsins m.a. ný aðstaða fyrir Iðjuþjálfa, ný búningsaðastaða fyrir starfsfólk, endurbætt sameiginleg skrifstofurými sjúkraþjálfara og þrír nýjir meðferðaklefar settir þar sem áður var aðstða göngudeildar SPOEX sem nú flyst á FSA.

2009

Barnasalur félagsins endurgerður.

2010

Húsið málað að utan.

2013

Salur fyrir iðjuþjálfun tekin í notkun.

2017

Sumarbústaður keyptur.