ATHYGLISBRESTUR / OFVIRKNI
Aðlögun hjálpar börnum með athyglisbrest (Byggt m.a. á leiðbeiningum Harvey C. Parker)
Við einbeitingarvinnu
- Staðsetja barn í hljóðlátu umhverfi eða nærri góðri fyrirmynd.
- Leyfðu aukatíma til að klára verkefni.
- Styttu verkefni eða vinnustundir til að það samsvari þeim tíma sem athyglin er í lagi, notaðu klukku.
- Brjóttu stór verkefni niður í minni hluta þannig að barnið sjái fyrir endann á þeim.
- Gefðu eitt og eitt verkefni í einu til að komast hjá því að þau verði yfirþyrmandi.
- Gefðu skýrar og hnitmiðaðar leiðbeiningar.
- Leitaðu eftir því að barnið taki virkan þátt í verkefnum/athöfnum.
- Bentu barni á að halda sig að verki, t.d. með sérstöku merki.
Hvatvísi
- Hunsaðu óæskilega hegðun.
- Láttu stuttan tíma líða á milli umbunar eða afleiðinga vegna tiltekinnar hegðunar.
- Gerðu leikhlé ef um óæskilega hegðun er að ræða.
- Fylgstu náið með og veittu leiðsögn þegar farið er úr einu viðfangsefni í annað.
- Notaðu “skynsama” áminningu vegna hegðunarerfiðleika (t.d. forðastu fyrirlestur eða gagnrýni).
- Gefðu gaum að jákvæðri hegðun með því að gefa hrós o.s.frv.
- Taktu eftir jákvæðri hegðun hjá öðrum börnum.
- Leggðu fram hegðunarsamning, og leiðbeindu barni um sjálfstjórn í hegðun.
Hreyfing
- Leyfðu barni stundum að standa þegar vinnur verkefnin sín.
- Gefðu tækifæri á hreyfingu, t.d. láta barnið sitja á boltasessu eða öðru undirlagi er gefur möguleika á einhverri hreyfingu (loftfylltar sessur, þjálfunarboltar).
- Gerðu stutt hlé á milli verkefna og jafnvel hléæfingar (þar sem þarf að taka nokkuð á, ýta, halda á, færa til eða toga í þunga hluti).
- Minntu barn á að fara yfir verkefnið sitt ef fram kemur kæruleysi og fljótfærni í vinnubrögðum.
- Gefðu aukatíma til að klára viðfangsefni (s.s. ef hreyfistjórnun er stirð og hæg).
Skipulagning og röðun
- Hafið reglur um skipulag og hvettu barn til skipulagningar.
- Athugaðu reglulega hvort barn hafi gengið snyrtilega frá eigin hlutum, og hvettu til snyrtimennsku frekar en að refsa fyrir sóðaskap.Settu eitt verkefni fyrir í einu og hafðu fyrirmæli skýr/stutt og e.t.v. myndræn.
- Skiptið verkefni niður í styttri einingar, t.d. merkja við með mismunandi litum hvað á að vinna.
- Farðu yfir leiðbeiningar nýrra verkefna til að vera viss um að barnið hafi skilið þær.
Hlýðni
- Hrósaðu fyrir hlýðni.
- Gefðu tafarlausa svörun.
- Veittu ekki minniháttar óhlýðni athygli.
- Beindu athygli þinni að barninu í því skyni að ýta undir jákvæða hegðun.
- Notaðu “skynsama” áminningu vegna hegðunarerfiðleika (t.d. forðastu fyrirlestur eða gagnrýni).
- Taktu eftir jákvæðri hegðun hjá öðrum.
- Staðsetja barn nærri leiðbeinanda í hópvinnu.
- Notið einstaklingsmiðað umbunarkerfi og samninga.
Skapgerð
- Sýndu traust og hvatningu.
- Hrósaðu fyrir jákvæða hegðun og unnin verkefni.
- Talaðu mjúklega en ekki ógnandi þegar barnið sýnir einkenni kvíða.
- Leitaðu tækifæra fyrir barn til að vera í hlutverki leiðtoga.
- Taktu þér tíma til að ræða einslega við barnið.
- Hvettu til samskipta við jafnaldra/félaga ef barn er mjög feimið eða dregur sig í hlé.
- Umbunaðu reglulega þegar þú tekur eftir vísbendingum um pirring.
- Leitaðu merkja um streitu og sýndu hvatningu eða dragðu úr álagi til að komast hjá reiðiköstum.
- Eyddu meiri tíma í að tala við barn sem er líklegt til að sýna óæskilega hegðun.
- Gefðu stutta þjálfun í reiðistjórnun; hvettu barn til að ganga í burtu, nota róandi aðferðir eða segja fullorðnum sem nærri er frá reiðinni sem er að brjótast út.
Samskipti
- Hrósaðu fyrir viðeigandi hegðun í samskiptum.
- Fylgstu með félagslegum samskiptum barnsins.
- Settu niður markmið með barninu tengt félagslegum samskiptum og hafðu umbunarkerfi.
- Minntu á viðeigandi félagslega hegðun annaðhvort munnlega eða með merkjum.
- Hvettu til samvinnu í verkefnavinnu.
- Útbúðu litla vinnuhópa til að efla félagsfærni.
- Hrósaðu barninu reglulega.
- Láttu barn fá ákveðna ábyrgð í viðurvist félaga þannig að þeir líti jákvætt til þess.
Ef munnleg tjáning er slök
- Viðurkenndu og taktu eftir öllum munnlegum viðbrögðum
- Hvettu barnið til að segja frá nýjum hugmyndum eða upplifunum
- Veldu umræðuefni sem er auðvelt fyrir barnið að tala um
- Lesið fyrir barnið og ræðið um innihald sögunnar
- Í stað munnlegra verkefna leyfið barni að nýta styrkleika sína og leysa þau t.a.m. á sjón- eða myndrænan hátt (sýningar, látbragð, teikningar o.s.frv.).
(Tekið saman af Huldu Björnsdóttur iðjuþjálfa, okt. 2006)