Fræðileg nálgun

Val á fræðilegri nálgun í iðjuþjálfun
- Í þjónustuferlinu leitast iðjuþjálfar á Bjargi við að vera skjólstæðingsmiðaðir og vinna iðjumiðað.
- Þeir tilgreina og forgangsraða málefnum er varða færni við iðju með skjólstæðingum sínum.
- Samvinna og ákvarðanataka er sameiginleg.
- Kanadíska færnilíkanið er notað sem og líkanið um lífaflfræði til að ramma inn þjónustuna. Iðjan alltaf miðpunkturinn, fleiri faglíkön eru einnig notuð t.d. líkanið um iðju mannsins.
- Að nota faglíkön í starfi gefur iðjuþjálfum tækifæri til að velja íhlutunarmarkmið ásamt skjólstæðingi.
- Hlutverk iðjuþjálfa er að skapa gott samband við skjólstæðinga, komast að hvaða árangri skuli stefnt, móta áætlun og hrinda henni í framkvæmd ýmist með þjálfun, iðju, aðlögun eða með umsóknum um hjálpartæki.
- Þjónusta er í formi fræðslu, þjálfunar og aðlögunar iðju að færni skjólstæðinga.
- Miðað er að því að styrkja færni í gegnum þjálfun og markmiðsbundnar athafnir.
- Iðjuþjálfar meta árangur af þjónustu reglulega
Kanadíska þjónustuferlið er haft til hliðsjónar í samvinnu iðjuþjálfa við skjólstæðinga. Líkanið endurspeglast í þessu skjólstæðingsmiðaða.
þjónustuferli sem lýtur að styrk skjólstæðinganna og úrræðum í áætlun og framkvæmd iðjuþjálfunar. Færni skjólstæðingsins er ávallt í brennidepli.
Kanadíska þjónustuferlið sem notað er í iðjuþjálfun á Bjargi
- Tilgreina, réttmæta og forgangsraða.
- Val á fræðilegri nálgun.
- Greina hæfni og umhverfi. Kannað er hvað hindrar og hvað styður færni. Mat formlegt og óformlegt.
- Styrkleikar greindir sem og úrræði í umhverfinu. Unnið með langanir hvað vill skjólstæðingur.
- Árangursmark sett og áætlun gerð í samræmi við það.
- Áætlun hrint í framkvæmd með iðju, áhrif á iðju – handarþjálfun, handíðir, eldhúsverk, tölva (Prófa nýja iðju, skipuleggja daginn með stundarskrá), áhrif á skjólstæðing – (Fræðsla um streitustjórnun, líkamsbeitingu, slökun, mataræði, jafnvægi í daglegu lífi og hreyfingu), áhrif á umhverfi (fræða fjölskyldu og vini, breyta vinnuaðstöðu).
- Mat á árangri. Er árangursmarki náð? Lokamatið setur endapunkt á þjálfunina.