FURUHOLT SUMARBÚSTAÐUR LOKAÐUR UM ÓÁKVEÐIN TÍMA

BÚSTAÐURINN

Í húsinu eru tvö svenherbergi á neðri hæð með svenplássi fyrir fjóra. Á loftinu eru tvö rúm og auka dýnur, þannig að vel ætti að fara um 6-10 manns í húsinu. Bústaðurinn er búinn öllum helstu eldhússáhöldum og borðbúnaði. Í skúr við hliðina á húsinu er þvottavél og þurrkari. Heitur pottur er á verönd og gasgrill. Bústaðurinn er útbúinn fyrir fatlaða einstaklinga og er eitt sjúkrarúm til staðar ásamt stuðningsörmum á snyrtingu og baðstól. Bústaðurinn er leigður frá 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudags.

STAÐSETNING

Bústaðurinn stendur við sunnanvert Vestmannsvatn í Reykjadal. Frá þjóðvegi 845 eru um 600 metrar að húsinu. Skilti er við þjóðveginn merkt Furuholt.

NÁGRENNI OG ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

Á Laugum er lítil matvöruverslun ásamt veitingasölu, sundlaug og bensínstöð.  Á Húsavík er fjölbreytt þjónusta góð matvöruverslun, bakarí, áfengisútsala, veitingastaðir og ýmislegt fleira. Goðafoss er svo stutt frá og þaðan er tilvalið að aka inn Bárðardal lengsta dal landsins og alla leið að Aldeyjarfossi, en hann er örstutt inn á Sprengisandsleið.  Á Grenjaðarstað er byggðasafn í gömlum og reisulegum torfbæ. Stutt er til Mývatns þar sem meðal annars er hægt að skoða Dimmuborgir fara í Jarðböðin eða skoða fuglasafn Sigurgeirs á Ytri–Neslöndum.  Þá er upplagt að fara Demantshringinn um Námaskarð að Dettifoss og þaðan veginn niður í Ásbyrgi með viðkomu í Hljóðaklettum og Hólmatungum. Einnig er hægt að taka stærri hring út á Melrakkasléttu alla leið út á Hraunhafnartanga nyrsta odda Íslands, með viðkomu á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn.  Á Húsavík er nokkur áhugaverð söfn ásamt paradís hvalaskoðunar á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.nordausturland.is

Reykjadalur, við Vestmannavatn

6-8 manneskjur

Frábært útsýni

Lágmarksdvöl eru 2 nætur

10 min keyrsla að Laugum og 1 klst keyrsla frá Akureyri

Fullbúið eldhús, heitur pottur, gasgrill, þvottavél og þurrkari og sjónvarp

Heimilisfang

sækja um vikudvöl í furuholti

Valdar dagsetningar

Varaval dagsetningar