FURUHOLT SUMARBÚSTAÐUR
BÚSTAÐURINN
Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft. Í öðru herberginu er hjónarúm 140 cm að breidd, Þar inni í skáp er einnig barnarúm sem hægt er að setja upp með lítilli fyrirhöfn. Í hinu eru tvö stök rúm bæði 90 cm að breidd, annað þeirra er sjúkrarúm. Á svefnloftinu eru tvö rúm annað 120 cm og hitt 110 cm. Á svefnloftinu eru líka nokkrar dýnur tvær 70×190, tvær 60×120 og ein 90×200. Í sólstofunni er svefnsófi fyrir tvo. Leigjandi leggur sjálfur til rúmföt, handklæði, borðtuskur og viskastykki. Óheimilt er að nota sængur, kodda og rúm án rúmfatnaðar.
Nú er einnig kominn ráter (4G tenging) í bústaðinn svo það er hægt að tengast netinu í gegnum hann á meðan á dvölinni stendur.
Í húsinu er því gott svefnpláss fyrir átta, auk dýnanna á svefnloftinu
Bústaðurinn er búinn öllum helstu eldhússáhöldum og borðbúnaði. Í skúr við hliðina á húsinu er þvottavél og þurrkari, í þessum skúr eru einnig stýring fyrir heitapottinn. Við húsið er verönd með heitum potti, á pallinum eru útihúsgögn og gasgrill sem er geymt inni í skúrnum sem er á pallinum.
Bústaðurinn er útbúinn fyrir fatlaða einstaklinga og er eitt sjúkrarúm til staðar ásamt stuðningsörmum á snyrtingu og sturtustól. Bústaðurinn er leigður frá 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudags.
STAÐSETNING
aBústaðurinn stendur við sunnanvert Vestmannsvatn í Reykjadal. Frá þjóðvegi 845 eru um 600 metrar að húsinu. Skilti er við þjóðveginn merkt Furuholt.
NÁGRENNI OG ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Á Laugum er lítil matvöruverslun ásamt veitingasölu, sundlaug og bensínstöð. Á Húsavík er fjölbreytt þjónusta góð matvöruverslun, bakarí, áfengisútsala, veitingastaðir og ýmislegt fleira. Goðafoss er svo stutt frá og þaðan er tilvalið að aka inn Bárðardal lengsta dal landsins og alla leið að Aldeyjarfossi, en hann er örstutt inn á Sprengisandsleið. Á Grenjaðarstað er byggðasafn í gömlum og reisulegum torfbæ. Stutt er til Mývatns þar sem meðal annars er hægt að skoða Dimmuborgir fara í Jarðböðin eða skoða fuglasafn Sigurgeirs á Ytri–Neslöndum. Þá er upplagt að fara Demantshringinn um Námaskarð að Dettifoss og þaðan veginn niður í Ásbyrgi með viðkomu í Hljóðaklettum og Hólmatungum. Einnig er hægt að taka stærri hring út á Melrakkasléttu alla leið út á Hraunhafnartanga nyrsta odda Íslands, með viðkomu á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík er nokkur áhugaverð söfn ásamt paradís hvalaskoðunar á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.nordausturland.is
VERÐ
Vikuleiga er 35.000 kr. Þeir sem taka húsið á leigu þurfa að leggja fram 10.000 kr. Tryggingu fyrir því að sé almennilega þrifið. Sá sem tekur við húsinu af viðkomandi metur hvort þrifið hafi verið á fullnægjandi hátt. Ef svo er fær fólk endurgreitt. Ef ekki er nægjanlega vel þrifið fær fólk ekki endurgreitt.
Reglur
Leigjandi ber ábyrgð á húsinu og öllum búnaði meðan á leigu stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum. Leigjanda ber að tilkynna strax um allar skemmdir sem kunna að verða.
Öll gæludýr eru stranglega bönnuð í Furuholti.
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið og skila því hreinu og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Fjarlægja skal allt rusl, allar tómar flöskur og dósir og taka með sér heim. Leigjandi skal gæta þess að gluggar séu lokaðir. Sé illa þrifið og gengið frá verður þrifið á kostnað leigjanda og þá fæst tryggingagjaldið fyrir þrifum ekki endurgreitt.
Bannað að reykja innandyra
KOMA: 15:00 (nema um annað sé samið, auðvelt að hliðra til á vetrartímabilinu)
BROTTFÖR: 13:00 (nema um annað sé samið, auðvelt að hliðra til á vetrartímabilinu)
Húsið stendur við Vestmannsvatn og handhafar Veiðkortsins hafa leyfi til að veiða þar. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig hjá Dalakofanum (Laugum) og sýna þar nauðsynleg skilríki. Hérna eru svo meiri upplýsingar um vatnið. https://veidikortid.is/is/veidhisvaedhi/nordhurland/vestmannsvatn
Lyklar: Afhendast á Bjargi Endurhæfingu
Þrif
- Þurrka af öllum hillum
- Þrífa bakaraofn
- Þrífa örbylgjuofn
- Þrífa Ísskáp, passa að frystir sé vel lokaður
- Strjúka úr skúffum
- Ryksuga allt húsið ( passa að ryksuga undir rúm og sófa)
- Skúra allt húsið (passa skúra undir rúm og sófa)
- Taka fram sófa og þrífa bak við
- Þrífa klósett – þrífa vel í kring, veggi og gólf
- Þrífa spegla og kámugt gler
- Þrífa sturtu, skola af gleri
- Tæma pottinn og þrífa
- Strjúka úr gluggakistum
- Þrífa grillið – brenna matarleyfar af grillinu svo það sé tilbúið til notkunar.
- Í ljósi COVID-19 þá ber einnig að spritta helstu snertifleti áður en húsinu er skilað
Helgar leiga yfir veturinn er 15.000 kr. fyrir tvær nætur verð á nótt 7.500 kr.
Vikuleiga í júlí ágúst og sep er 35.000 kr. fyrir 7 nætur verð á nótt 5.000 kr.
Helgarleiga frá 1.maí til 1.október er 25.000 (aðeins er leigt um helgi á sumartímabilinu ef ekki næst að leiga út vikuna )
Tryggingargjald fyrir þrifum sem þarf að borga fyrirfram 10.000 kr.
Greiðslur þurfa að berast tveimur vikum fyrir komudag.
Greiða skal leigugjaldið og þrifatrygginguna inn á reikning.
0302-26-008345
Kt: 570269-2599
Einnig má greiða vikuleigu í Furuholti í afgreiðslu á Bjargi sem er opin frá 8:00 til 15.30 virka daga.