STARFSFÓLK

Anna María Malmquist

Anna María Malmquist

Iðjuþjálfi

Anna María lauk mastersnámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Bifröst 2009, prófi í hugrænni atferlismeðferð 2002, B.Sc í Iðjuþjálfun 2001, Íþróttakennaraprófi 1991.

Anna María kom til starfa á Bjarg 2004. Fyrri störf: Virk starfsendurhæfingarsjóður í sérhæfðu matsteymi, Reykjalundur, Inpro, Liðsinni, Solarplexus vinnuvernd, Menntaskólinn á Ísafirði.

Anna María hefur haldið námskeið og verið með fyrirlestra í heilbrigðisráðgjöf og vinnuvernd fyrir skóla og fyrirtæki frá árinu 2001 og starfar jafnframt sjálfstætt að útttektum á vinnuumhverfi. Síðan 2004 hefur Anna María einnig boðið fötluðum að fara á hestbak og verið með reiðnámskeið 1-2 á ári. 

annamaria@bjargendurhaefing.is

Atli Friðbergsson

Sjúkraþjálfari

Auður Kristjánsdóttir

Auður Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Auður lauk MS prófi til starfsréttinda í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2020. Hún hefur starfað á Bjargi frá ágúst 2020

 

audur@bjargendurhaefing.is

 

Edda Elvý Hauksdóttir

Edda Elvý Hauksdóttir

Ritari/aðstoð

Elín Rún Birgisdóttir

Elín Rún Birgisdóttir

Sjúkraþjálfari

Elín lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 2011. Elín hefur starfað á Bjargi frá júní 2014.

elinrun@bjargendurhaefing.is

 

Eva Sigurjónsdóttir

Eva Sigurjónsdóttir

Sjúkraþjálfari

Eva lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2009.  Eva hefur starfað  hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs, Hjúkrunaheimilið Eir, Hjúkrunarheimið Sunnuhlíð, einnig hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari hjá meistara flokki bæði hjá Þór og Breiðablik.

eva@bjargendurhaefing.is

 

Hulda Björg Kristjánsdóttir

Hulda Björg Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Hulda lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1996. Hulda starfaði á Bjargi frá júní 1996 til júlí 2008, á Kristnesi frá júlí 2008 til júlí 2009 og hóf svo störf aftur á Bjargi í mars 2010.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun vinnur Hulda mikið við þjálfun barna og mikið hreyfihamlaðra einstaklinga og fólk með bjúg- og sogæðavandamál. 

huldab@bjargendurhaefing.is

Hulda Björnsdóttir

Hulda Björnsdóttir

Iðjuþjálfi

Hulda lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi 1987 og BS í iðjuþjálfunarfræðum frá HA 2001. Hulda hóf störf á Bjargi 2008 en starfaði áður hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2001-2008 á hinum ýmsu deildum (lyflækningadeild, bæklunardeild, öldrunardeild og barnadeild). Hulda vann í Greiningarteymi barnadeildar FSA á meðan það starfaði, við að leggja mat á þroska og færni barna.

Sérstakt áhugasvið Huldu er skynúrvinnsla barna, að vinna með börnum og efla færni þeirra við athafnir, verklega sem og félagslega.   

huldabjorns@bjargendurhaefing.is

Hulda Þorsteinsdóttir

Hulda Þorsteinsdóttir

Sjúkraþjálfari

Hulda kom til starfa á Bjargi 1996. Áður starfaði hún hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjavík frá 1986 – 1991 og á Endurhæfingarstöðinni á Akureyri 1992 – 1996. Hún hefur unnið við HL-stöðina bæði í Reykjavík og á Akureyri. Einnig rak hún Líkamsræktarstöðina Bjarg árin 2000 – 2009 og starfaði þar sem kennari og einkaþjálfari.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun tekur Hulda fólk í sogæðanudd og hefur aflað sér réttinda í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.

huldath@bjargendurhaefing.is

 

Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir

Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Jóhanna stundar mastersnám við HA í  heilbrigðisvísindum.  Hún lauk BS í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1992 . Nálastungur, Félag íslenskra sjúkraþjálfara 2002. Jóhanna starfaði á Grensásdeild Borgarspítalans frá 1992-1998. Hóf störf á Bjargi í október 1998. Jóhanna hefur einnig starfað á HL stöðinni á Akureyri frá 2002.  Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986,

Jóhanna hefur áhuga á almennri sjúkraþjálfun, taugasjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun, barnasjúkraþjálfun, nálastungum o.fl. Hún hefur gaman af að vinna með fólki á öllum aldri. 

johanna@bjargendurhaefing.is

 

Jón Harðarson

Jón Harðarson

Framkvæmdastjóri

Jón lauk B.S. í sjúkraþjálfun frá HÍ 1999 og hóf störf á Bjargi sama ár. Hann lauk viðbótarnámi í rekstri og stjórnun á heilbrigðissviði árið 2003. Jón stofnaði útivistarklúbbinn Klakana 2006 ásamt Önnu Maríu Malmquist iðjuþjálfa á Bjargi. Jón starfaði við HL stöðina á Akureyri þar til hann tók við framkvæmdastjórn á Bjargi 2018.

Jón starfaði við barnaþjálfun, bæði með fjölfötluðum börnum og börnum með vægari vandamál. Hans sérsvið var endurhæfing og færniþjálfun fólks eftir slys og bæklunaraðgerðir.  Einnig hefur Jón mikið sinnt fólki sem þarf að auka styrk og útahald og koma sér þannig betra form.

jonhardar@bjargendurhaefing.is

 

Linda Rós Daðadóttir

Linda Rós Daðadóttir

Ritari/aðsoð

Viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum árið 2015. Hóf störf á Bjargi 2014. 

linda@bjargendurhaefing.is

 

María Magnúsdóttir

María Magnúsdóttir

Sjúkraþjálfari

María lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1998. Hún kom til starfa á Bjargi 2001, áður starfaði hún hjá Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða í Reykjavík 1998 til 2001.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun tekur María fólk í sogæðanudd og hefur aflað sér réttinda í stafgönguþjálfun. María er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á skíðum.

maria@bjargendurhaefing.is

 

Marjolijn van Dijk

Marjolijn van Dijk

Sjúkraþjálfari

Marjolijn er með sérmenntun í neuromanipulations, visceral manipulations og nálarstungum.  Starfssvið hennar á Bjargi snýr helst að Barna- og almennri sjúkraþjálfun.  Hún vann eitt ár í Danmörku, en síðan 1996 hefur hún unnið á Íslandi sem sjúkraþjálfari og sjúkraflutningsmaður.

Marjolijn kom til starfa á Bjargi 2017.

marjolyn@bjargendurhaefing.is

 

Matthew Paul Tyrrell

Sjúkraþjálfari

Svanhildur Arna Óskarsdóttir

Svanhildur Arna Óskarsdóttir

Sjúkraþjálfari

Svanhildur Arna lauk MS prófi til starfsréttinda í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2020. Hún starfaði á öldrunarlækningardeildum Landspítalans á Landakoti frá júní 2020 – maí 2021. Hún hóf störf á Bjargi í júní 2021.

Svanhildur er í fæðingarorlofi

 

svanhildur@bjargendurhaefing.is

 

 

Þóra Aldís Axelsson

Þóra Aldís Axelsson

Ritari/aðstoð

Þóra er á öðru ári í Sjávarútvegsfræði við Háskólan á Akureyri.

thora@bjargendurhaefing.is

 

Þórdís Úlfarsdóttir

Þórdís Úlfarsdóttir

Sjúkraþjálfari

Þórdís lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2004 og B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun 2009 frá UCL í Danmörku. Þórdís hefur starfað við sjúkraþjálfun á Bjargi síðan 2009 og þjálfað og tekið þolpróf við Hjarta- og lungnastöðina á Bjargi frá 2009.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun vinnur hún við þjálfun barna og hreyfihamlaðra einstaklinga, tekur fólk í sogæðanudd og er með réttindi sem ungbarnasundkennari. Einnig hefur hún sinnt hópþjálfun og liðvernd.

thordis@bjargendurhaefing.is

 

Sigurlaug H. Hafliðadóttir

Sigurlaug H. Hafliðadóttir

Sjúkraþjálfari

MSc. í heilbrigðisvísindum frá Syddansk Universitet, Danmörku, 2019
BSc. í sjúkraþjálfun frá HÍ 2013
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 2008

2013-2015: Bjarg endurhæfing
2013-2015: HL-stöðin, hjarta- og lungnaendurhæfing
2015-2016: Frederiksberg Hospital, Kaupmannahöfn
2016-2017: Hjúkrunarheimilið Kastanjehusene, Kaupmannahöfn.
2022: Bjarg, Akureyri og Dalbær, Dalvík

sigurlaug@bjargendurhaefing.is