STARFSFÓLK

Anna María Malmquist

Anna María Malmquist

Iðjuþjálfi

Anna María lauk mastersnámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Bifröst 2009, prófi í hugrænni atferlismeðferð 2002, B.Sc í Iðjuþjálfun 2001, Íþróttakennaraprófi 1991.

Anna María kom til starfa á Bjarg 2004. Fyrri störf: Virk starfsendurhæfingarsjóður í sérhæfðu matsteymi, Reykjalundur, Inpro, Liðsinni, Solarplexus vinnuvernd, Menntaskólinn á Ísafirði.

Anna María hefur haldið námskeið og verið með fyrirlestra í heilbrigðisráðgjöf og vinnuvernd fyrir skóla og fyrirtæki frá árinu 2001 og starfar jafnframt sjálfstætt að útttektum á vinnuumhverfi. Undanfarin 10 ár hefur Anna María einnig boðið fötluðum uppá reiðnámskeið 1-2 á ári. 

annamaria@bjarg.is

Auður Kristjánsdóttir

Auður Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Auður lauk MS prófi til starfsréttinda í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2020. Hún hefur starfað á Bjargi frá ágúst 2020

 

audur@bjarg.is

Edda Elvý Hauksdóttir

Edda Elvý Hauksdóttir

Ritari

edda@bjarg.is

Elín Rún Birgisdóttir

Elín Rún Birgisdóttir

Sjúkraþjálfari

Elín lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 2011. Elín hefur starfað á Bjargi frá júní 2014.

elinrun@bjarg.is

Eva Sigurjónsdóttir

Eva Sigurjónsdóttir

Sjúkraþjálfari

Eva lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2009.  Eva hefur starfað  hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs, Hjúkrunaheimilið Eir, Hjúkrunarheimið Sunnuhlíð, einnig hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari hjá meistara flokki bæði hjá Þór og Breiðablik.

eva@bjarg.is

Hulda Björg Kristjánsdóttir

Hulda Björg Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Hulda lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1996. Hulda starfaði á Bjargi frá júní 1996 til júlí 2008, á Kristnesi frá júlí 2008 til júlí 2009 og hóf svo störf aftur á Bjargi í mars 2010.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun vinnur Hulda mikið við þjálfun barna og mikið hreyfihamlaðra einstaklinga og fólk með bjúg- og sogæðavandamál. 

huldab@bjarg.is

Hulda Björnsdóttir

Hulda Björnsdóttir

Iðjuþjálfi

Hulda lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi 1987 og BS í iðjuþjálfunarfræðum frá HA 2001. Hulda hóf störf á Bjargi 2008 en starfaði áður hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2001-2008 á hinum ýmsu deildum (lyflækningadeild, bæklunardeild, öldrunardeild og barnadeild). Hulda vann í Greiningarteymi barnadeildar FSA á meðan það starfaði, við að leggja mat á þroska og færni barna.

Sérstakt áhugasvið Huldu er skynúrvinnsla barna, að vinna með börnum og efla færni þeirra við athafnir, verklega sem og félagslega.   

huldabjorns@bjarg.is

Hulda Þorsteinsdóttir

Hulda Þorsteinsdóttir

Sjúkraþjálfari

Hulda kom til starfa á Bjargi 1996. Áður starfaði hún hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjavík frá 1986 – 1991 og á Endurhæfingarstöðinni á Akureyri 1992 – 1996. Hún hefur unnið við HL-stöðina bæði í Reykjavík og á Akureyri. Einnig rak hún Líkamsræktarstöðina Bjarg árin 2000 – 2009 og starfaði þar sem kennari og einkaþjálfari.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun tekur Hulda fólk í sogæðanudd og hefur aflað sér réttinda í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.

huldath@bjarg.is

Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir

Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Jóhanna Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986, BS í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1992 og Nálastungur, Félag íslenskra sjúkraþjálfara 2002. Jóhanna starfaði á Grensásdeild Borgarspítalans frá 1992-1998. Hóf störf á Bjargi í október 1998. Jóhanna hefur einnig starfað á HL stöðinni á Akureyri frá 2002.

Jóhanna hefur áhuga á almennri sjúkraþjálfun, taugasjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun, barnasjúkraþjálfun, nálastungum o.fl. Hún hefur gaman af að vinna með fólki á öllum aldri.

johanna@bjarg.is

Jón Harðarson

Jón Harðarson

Framkvæmdastjóri

Jón lauk B.S. í sjúkraþjálfun frá HÍ 1999 og hóf störf á Bjargi sama ár. Hann lauk viðbótarnámi í rekstri og stjórnun á heilbrigðissviði árið 2003. Jón stofnaði útivistarklúbbinn Klakana 2006 ásamt Önnu Maríu Malmquist iðjuþjálfa á Bjargi. Jón hefur starfað u.þ.b. 40% af sínu starfshlutfalli að barnaþjálfun, bæði með fjölfötluðum börnum og börnum með vægari vandamál. Endurhæfing og færniþjálfun fólks eftir slys og bæklunaraðgerðir hafa verið á hans sérsviði.  Einnig hefur Jón mikið sinnt fólki sem þarf að auka styrk og útahald og koma sér þannig betra form.

Jón hefur stafað í hlutastarfi á HL stöðinni á Akureyri síðan 1999.

jonhardar@bjarg.is

Linda Rós Daðadóttir

Linda Rós Daðadóttir

Skrifstofa, aðstoð

Kláraði Viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum árið 2015. Hóf störf á Bjargi 2014. 

Linda@bjarg.is

Margrét Ragúels

Margrét Ragúels

Afgreiðsla

Margrét lauk stúdentsprófi hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1998 og hóf störf á Bjargi 2002.

magga@bjarg.is

María Magnúsdóttir

María Magnúsdóttir

Sjúkraþjálfari

María lauk BS prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1998. Hún kom til starfa á Bjargi 2001, áður starfaði hún hjá Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða í Reykjavík 1998 til 2001.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun tekur María fólk í sogæðanudd og hefur aflað sér réttinda í stafgönguþjálfun.

maria@bjarg.is

Marjolijn van Dijk

Marjolijn van Dijk

Sjúkraþjálfari

Marjolijn er með sérmenntun í neuromanipulations, visceral manipulations og nálarstungum.  Starfssvið hennar á Bjargi snýr helst að Barna- og almennri sjúkraþjálfun.  Hún vann eitt ár í Danmörku, en síðan 1996 hefur hún unnið á Íslandi sem sjúkraþjálfari og sjúkraflutningsmaður. 

Marjolijn kom til starfa á Bjargi 2017.

marjolyn@bjarg.is

Þórdís Úlfarsdóttir

Þórdís Úlfarsdóttir

Sjúkraþjálfari

Þórdís lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2004 og B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun 2009 frá UCL í Danmörku. Þórdís hefur starfað við sjúkraþjálfun á Bjargi síðan 2009 og þjálfað og tekið þolpróf við Hjarta- og lungnastöðina á Bjargi frá 2009.

Auk þess að sinna almennri sjúkraþjálfun vinnur hún við þjálfun barna og hreyfihamlaðra einstaklinga, tekur fólk í sogæðanudd og er með réttindi sem ungbarnasundkennari. Einnig hefur hún sinnt hópþjálfun.

thordis@bjarg.is