DAGLEGT LÍF MEÐ GIGT
Gigt hefur áhrif á daglegt líf fólks. Erfiðara verður að sinna vinnu og heimilisstörfum og lítil orka verður oft eftir fyrir tómstundir.
Hvað geta iðjuþjálfar gert?
- Útvegað spelkur til að hvíla eða styðja við liði.
- Útvega hjálpartæki sem stuðla að aukinni færni skjólstæðings í daglegu lífi.
- Meta heimili/vinnustað skjólstæðings og koma með tillögur að breytingum sem miða að því að gera líf með gigt auðveldara.
- Ráðleggja varðandi æfingar sem geta dregið úr verkjum og hvaða athafnir ætti að forðast.
- Ákvarða sálfélagsleg áhrif gigtarinnar, eins og þunglyndi, kvíða, streitu sem fylgja oft í kjölfar verkja, aflögunar liða, vöntunar á svefni eða geta ekki lokið þýðingarmiklum athöfnum í daglegu lífi. Iðjuþjálfi ráðleggur aðferðir til að takast á við tilfinningaleg áhrif gigtarinnar.
Hvað getur fólk gert?
- Sett (mossgúmmí) utanum handföng hluta eins og hnífa og eldunaráhöld til að gera grip míkra og breiðara.
- Forðast að lyfta þungum hlutum nota þess í stað kerrur með hjólum.
- Nota ýmis hjálpartæki til að koma í veg fyrir óæskilegt álag á liði.
- Skipta út hringlóttum hurðarhúnum.
- Auka skipulag. Skipta verkum í daglega lífinu niður í viðráðanlega hluta og taka hlé þegar nauðsynlegt er.
- Hreyfa sig reglulega.
- Huga vel að mataræði og svefni
- Nota slökun markvisst í daglegu lífi.
Iðjuþjálfun fyrir fólk með gigt
Hvað getur Iðjuþjálfun gert fyrir fólk með gigt
- Útvega hjálpartæki sem stuðla að aukinni færni skjólstæðings í daglegu lífi
- Meta heimili/vinnustað skjólstæðings og koma með tillögur að breytingum sem miða að því að gera líf með gigt auðveldara
- Útvega spelkur til að hvíla eða styðja við liði
- Þjálfun í athöfnum daglegs lífs
- Liðvernd
- Fræðsla
- Ákvarða sálfélagsleg áhrif gigtarinnar
- Iðjuþjálfi ráðleggur aðferðir til að takast á við tilfinningaleg áhrif gigtarinnar
- Handarþjálfun
- Iðjuþjálfi ráðleggur aðferðir til að draga úr verkjum og liðskemmdum
Hjálpartæki
- Hjálpartæki við eigin umsjá (sokkaífæra, grip fyrir lykil, sturtustóll, salernisupphækkun, göngugrind, griptöng, ýmis grip utanum hárbursta, tannpursta, naglaþjöl ofl.)
- Hjálpartæki við störf (Vinkilhnífar –tengur, –ostaskerar og –skæri, þykk grip utanum sleifar og áhöld til eldhúsverka ofl)
- Hjálpartæki við tómstundir og leik (ýmis grip t.d. utanum skriffæri, fjaður skæri, spilahaldari ofl)
Heimili
Aðgengi er oft skoðað og er þá gjarnan horft til hluta eins og:
- Aðkoma að inngangi
- Hurðir
- Gluggar
- Rofar
- Eldhús
- Bað
- Svefnherbergi
- Stofa
Mataræði
Mataræði með flóknum kolvetnum eins og grænmeti, ávöxtum og korni hjálpar til við að efla þrek, áhugahvöt og bæta andlega líðan.
Sálfélgasleg áhrif gigtar
- Minnkuð færni í athöfnum daglegs lífs – Verkir – Svefneysi – Breyting á hlutverkum – geta valdið andlegum einkennum eins og depurð, pirring, þunglyndi og kvíða.
Svefn
- Mikilvægt er að sofna á sama tíma
- Regla í kringum svefntíma
- Huga þarf að mataræði
- Að borða hráan eða sterkan mat fyrir svefn getur skert svefngæði svo og að fara svangur í rúmið.
- Reykingar hafa truflandi áhrif á svefn. Slæmt að reykja stuttu fyrir svefn.
- Forðast þarf að drekka mikið áfengi fyrir svefn. Áfengi brýtur upp svefn.
- Gott að læra og stunda slökunaræfingar. Slökun getur hjálpað fólki að sofna, einnig ef það vaknar upp um nætur.
Vítahringur verkja
- Mikilvægt er að ná tökum á verkjum og þáttum sem magna upp verki. Einnig er mikilvægt að læra:
- Aðferðir til að draga úr kvíða, streitu og þunglyndi
- Hvernig á að ráða við verki þannig að hræðsla við þá auki ekki einkenni.
- Að hægt er að draga úr verkjum og óþægindum með því að skilja viðbrögð við einkennum, setja sér markmið og líta til framfara í stað vandamála.
- Að lifa með gigt og horfa til þess að skapa fullnægjandi og ánægjulegt líf, jafnvel þó verkir hverfi ekki og læra að framkvæma athafnir daglegs lífs án þess að auka mikið á verki.
Streitustjórnun
- Árangursrík streitustjórnun getur hjálpað við að draga úr höfuðverk, stífni vöðva, blóðþrýstingi og fleiri líkamlegum einkennum ásamt kvíða og þunglyndi.
- Það sem felst m.a. í streitustjórnun er að koma auga á:
- Litla og stóra streituvaka í lífinu
- Áhrif streitu á líkama og heilsu
- Tækni til að ráða við streitu og eiga betri samskipti
- Slökunartækni
- Betri leiðir til tímastjórnunar í daglegu lífi
Ávinningur líkamsþjálfunar
- Aukið súrefni til vöðva líkamans.
- Aukið endorphin, dregur úr verkjum.
- Aukin serotonin framleiðsla í heilanum, getur dregið úr þunglyndi og kvíða, gefur aukna orku og hjálpar til við að ráða við streitu.
Liðvernd
Breyting á vinnuaðferðum og viðhorfi er annað og meira en að skilja; markmiðið er að byggja grunn að lausnamiðuðum hugsunarhætti sem gerir fólki kleift að finna eigin lausnir á vandamálum sínum.
- Hlusta á líkamann
- Viðhalda vöðvastyrk og liðferlum ROM
- Nota hvern lið í miðstöðu eins og hægt er – í þeirri stöðu sem liðurinn er sterkastur
- Huga vel að líkamsbeitingu
- Nota sterkustu liðina í verk þegar það er hægt
- Forðast að viðhalda sömu stöðu í langan tíma
- Hafa jafnvægi milli hvíldar og athafna
- Minnka kraft í athafnir (t.d. Vernda hendur með því að nota aðlagaðar aðferðir eða hjálpartæki).
- Reyna hindra átak á einn fingur eins og þegar opnað er með lykli
Anna María Malmquist iðjuþjálfi