SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Auglýst er eftir umsóknum í Hjálparsjóð Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni

Félagar í Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni hafa rétt á að sækja um í sjóðinn. Hægt er að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð á Bjargi Bugðusíðu 1 og á vef félagsins bjargendur.is Skriflegum umsóknum þarf að skila inn á Bjarg í síðasta lagi mánudaginn 26. Nóvember n.k. Úthlutun úr sjóðnum fer fram á alþjóðadegi fatlaðra Mánudaginn 3. Desember 2018

Nánari upplýsingar veita Jón Heiðar Jónsson í síma 895-8684 og Jón Harðarson í S: 462-6888.

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.