SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Vegna Neyðarstig COVID-19 er Takmörkuð þjónusta í Sjúkra- og Iðjuþjálfun frá og með 24/3/2020

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19. Skjólstæðingar stöðvarinnar sem lífsnauðsynlega þurfa meðferð fá hana aðrir þurfa að bíða þar til neyðarástandi hefur verið aflétt.

Við munum fylgjast með fyrirmælum yfirvalda og fylgja þeim.  Skjólstæðingar okkar eru hvattir til að halda áfram að hreyfa sig, gera æfingar heima og  fara út að ganga og huga að góðu mataræði.

Tilkynning til félagsmanna

FURUHOLT SUMARBÚSTAÐUR LOKAÐUR UM ÓÁKVEÐIN TÍMA

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.