SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI
Við höfum opnað aftur, velkomin á Bjarg Endurhæfingu

Hópastarf 

  • Gigtarhópur:                                       Sumarfrí, byrjar aftur í september
  • Hreyfing, heilsa og vellíðan:           Sumarfrí, byrjar aftur í september
  • Axlarhópur:                                         Þriðjudagur og föstudagur klukkan 9:00 – 10:00 heldur áfram í sumar
  • Bakhópur:                                            Mánudagur og fimmtudagur klukkan 9:00 – 10:00 heldur áfram í sumar
  • Létt leikfimi:                                        Sumarfrí, byrjar aftur í september
  • Liðvernd:                                              Sumarfrí, byrjar aftur í september

Tækjasalur

  • Skjólstæðingar sem eru á æfingarkorti kvitta í sér merkta spjaldtölvu í afgreiðslu þegar þeir koma inn
  • Tækjasalur er opin á milli kl. 7:30 og 9:00 og frá 10:00-15:30 alla virka daga fyrir skjólstæðinga á æfingarkorti og aðra sem eru í þjálfun
  • Hver og einn þarf að spritta eftir sig t.d. hjól, bretti, bekki, handlóð og annað sem hann er að nota. 
  • Við notkun á bekk, ef skjólstæðingar eru að nota kodda þá þurfa þeir að leggja taubleyju yfir koddann og setja hana svo í óhreint eftir notkun (taubleyjur og óhreinatauskarfa er í salnum)  

Bjarg endurhæfing rukkar skrópgjald fyrir hvern tíma sem ekki er afboðaður. Vinsamlegast boðið forföll fyrir hádegi daginn áður í síma 462 6888. Tekið er tillit til ófyrirsjáanlegra atvika. Skrópgjald er 3500 kr. og bætist við reiking mánaðarins. Tekið er við afboðum frá 7:30 að morgni. ATH! Börn borga einnig skrópgjald.    

Furuholt Sumarbústaður

Opnað verður fyrir umsóknir um í Furuholti í 1. apríl fyrir sumarið 2022

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.