SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Búið er að opna fyrir umsóknir í Furuholt fyrir sumarið 2024. Sótt er um neðst á sumarbústaðarsíðunni.

  

Hópþjálfun

 • Gigtarhópur: Hópþjálfun fyrir fólk með stoðkerfisvanda.
 • Byrjar mánudaginn 11.september
  Gönguæfingar, liðkandi og styrkjandi æfingar, jafnvægi, samhæfing, liðferilsæfingar,
  teygjur og slökun.
  Mánudaga 9:00-9:55 & fimmtudaga klukkan 10:00-10:55  
 • Hreyfing, heilsa og vellíðan:
 • Byrjar þriðjudaginn 12.september.
  Fyrir einstaklinga sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini. Áhersla á að
  byggja upp líkamlega heilsu, unnið með styrk, þol og jafnvægi. Skemmtilegir og
  fölbreyttir tímar.
  Þriðjudaga klukkan 09:00-09:50 & föstudaga 09:00-09:50  
 • Axlarhópur:
  Er í gangi allt árið
  Fyrir einstaklinga með axlarvandamál, unnið er með styrkjandi æfingar, stjórnun á
  axlar- og hálssvæði, farið yfir líkamsbeitingu og almenn fræðsla.
  Þriðjudaga og föstudaga klukkan 09:00-10:00 
 • Bakhópur:                                                                                                                                                                                                                         Er í gangi allt árið
  Fyrir einstaklinga með bakvandamál, styrktaræfingar, líkamsbeiting og fræðsla.
  Mánudaga og fimmtudaga klukkan 09:00-10:00

 • Létt leikfimi:
 • Byrjar þriðjudaginn 12.september                                                                                                                                                                                    
  Gönguæfingar, liðkandi og styrkjandi æfingar, jafnvægi, samhæfing, viðbragðsþjálfun,
  andlitsæfingar og taktur. Æfingarnar stuðla að aukinni líkamsvitund og bættri
  líkamsstöðu.
  Þriðjudaga & föstudaga klukkan 10:00-10:45

 • Liðvernd:
 • Byrjar mánudaginn 18.september.
 • Í þessum hóp er unnið markvisst í að auka styrk og stöðuleika í kringum hné- og mjaðmaliði. Áhersla er á fræðslu, æfingar, rétta líkamsbeitingu og líkamsvitund. Einstaklingar ættu að verða meðvitaðri um eigin líkama og sjálfstæðari varðandi æfingar, verki, vandamál og lausnir. Námskeiðið er kennt 7 vikur í senn 

  Mánudaga 11:00 – 12:00 & miðvikudagar klukkan 11:00 – 12:00 

 

Sjúkraþjálfarar á Bjargi sjá um alla tímana.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Einstaklingar í hópum þurfa að vera með beiðni í sjúkraþjálfun. 

 

Tækjasalur

 • Skjólstæðingar sem eru á æfingarkorti kvitta í sér merkta spjaldtölvu í afgreiðslu þegar þeir koma inn.
 • Tækjasalur er opinn á milli kl. 7:30 og 9:00 og frá 10:00-15:30 alla virka daga fyrir skjólstæðinga á æfingarkorti og aðra sem eru í þjálfun
 • Hver og einn þarf að spritta eftir sig t.d. hjól, bretti, bekki, handlóð og annað sem hann er að nota. 
 • Við notkun á bekk, ef skjólstæðingar eru að nota kodda þá þurfa þeir að leggja taubleyju yfir koddann og setja hana svo í óhreint eftir notkun (taubleyjur og óhreinatauskarfa er í salnum)  

Bjarg endurhæfing rukkar skrópgjald fyrir hvern tíma sem ekki er afboðaður. Vinsamlegast boðið forföll fyrir hádegi daginn áður í síma 462 6888. Tekið er tillit til ófyrirsjáanlegra atvika. Skrópgjald er 3500 kr. sem leggst á reikning mánaðarins. Tekið er við afboðum frá 7:30 að morgni. ATH! Börn borga einnig skrópgjald.    

Við erum einnig með Facebook síðu https://www.facebook.com/BjargEndurhaefingAkureyri

Furuholt Sumarbústaður

Opnað verður fyrir umsóknir í sumarbústaðinn okkar Furuholt föstudaginn 15. mars. Umsóknir sem berast fyrir 19.apríl verður svarað 2.maí.  Til að sækja um þarf að fylla út formið sem er neðst á síðunni fyrir sumarbústaðinn. https://bjargendurhaefing.is/sumarbustadur/

Passið að það komi að umsóknin hafi verið send þegar þið hafið klárað að fylla út umsóknina um sumarbústaðinn.

 

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- og  sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.