SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Frá og með 12.október 2020 mun Bjarg endurhæfing rukka skrópgjald fyrir hvern tíma sem ekki er afboðaður. Vinsamlegast boðið forföll fyrir hádegi daginn áður í síma 462 6888. Tekið er tillit til ófyrirsjáanlegra atvika. Skrópgjald er 3500 og bætist við reiking mánaðarins. Tekið er við afboði frá 7:30 að morgni. ATH Börn borga einnig skrópgjald.

Tilmæli og upplýsingar til fólks sem kemur í endurhæfingu á Bjargi

 • Við viljum biðja skjólstæðinga okkar sem hafa verið á höfuðborgarsvæðinu nýverið eða verið í nánu samneyti við fólk af því svæði að haldi sig frá meðferð hjá okkur í 5-6 daga frá þeim tíma.
 • Ekki koma í þjálfun ef þú ert með einhver flensulík einkenni.
 • Æskilegt er að þið hafið nýlega farið í sturtu og komið í hreinum fötum í meðferðartíma og æfingar. 
 • Muna að spritta hendur um leið og þið komið í hús og áður en farið er af staðnum.
 • Látið vita af ykkur í afgreiðslu, starfsmaður merkir við mætingu. Virðið merkingar um nálægð.
 • Mæta einungis rétt fyrir bókaðan tíma og yfirgefa staðinn strax eftir að meðferð eða æfingum líkur.
 • Hafa sína eigin flösku með vatni meðferðis.
 • Búningsklefar og baðaðstaða er lokuð um sinn.
 • Halda ykkur heima ef líkur eru á smiti, þið í sóttkví eða í einangrun. Þetta á einnig við ef þið eruð með einhver flensulík einkenni.
 • Munið að virða eins metra regluna eins og hægt er öllum stundum. Ef það er ekki mögulegt notið þá andlitsgrímu

Við erum öll í þessu saman

 

Tækjasalurinn

 • Salurinn er opin (8-15:30) fyrir skjólstæðinga á æfingarkorti og aðra sem eru í þjálfun. 
 • Þeir sem eru á æfingarkorti láta vita af sér í afgreiðslu eins og áður. 
 • Hver og einn þarf að spritta eftir sig t.d. hjól, bretti, bekki, handlóð og annað sem hann er að nota. Þegar verið er á bretti eða hjóli þá þarf að gæta að fjarlægð í næsta mann velja t.d. annað hvert bretti eða hjól og ef ekkert er laust þá er að bíða eða gera annað.   
 • Við notkun á bekk,ef skjólstæðingar eru að nota kodda þá þurfa þeir að leggja taubleyju yfir koddann og setja hana svo í óhreint eftir notkun (taubleyjur og óhreinatauskarfa er í salnum)  

Börnin

 • Við óskum eftir að börn sem koma í þjálfun komi í eða með hrein æfingaföt með sér. Þvo sér og spritta fyrir tíma og í lok tíma.      

 

Furuholt Sumarbústaður

Opnað verður fyrir umsóknir um í Furuholti í 1. apríl fyrir sumarið 2021 

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.