SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Aðalfundur

Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni.

 

 

Aðalfundur verður haldinn Þriðjudaginn 02. apríl kl. 17,00 á Hótel KEA. Félagsfólk er hvatt til að mæta.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingar.

 

 

 

Dvöl í Furuholti sumarið 2019 fyrir sjálfbjargarfélaga á Akureyri og nágrenni

 

Útleigutímabil fyrir sumar 2019 er frá 31.05.2019 til 30.08.2019

Leigutími er frá föstudegi til föstudags

  • Umsækjendur sækja um þá viku sem þeir vilja helst og aðra til vara

 Umsóknarfrestur er til 1. apríl

Leiguverð er 35000 kr vikan

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.