SJÁLFSBJÖRG

AKUREYRI OG NÁGRENNI

Afgreiðsla-Móttaka

Opið er á Bjargi í allt sumar. Afgreiðsan hjá okkur verður opin frá kl. 8:00 til 15:00. Ef enginn er í afgreislunni þegar komið er inn vinsamlegast snúið ykkur til ritara innar á ganginum. 

Tækjasalur 

Tækjasalurinn er opin í júni mánuði frá 08:00-15:30 en verður opin frá kl 08:00-13:00 frá 1. júlí-15. ágúst. 2020. Einstaklingar á æfinga korti geta komið sjálfir í salinn á þessum tíma við minnum á að gæta að sóttvörum.Viðskiptavinir okkar sem eru á æfingarkorti vinsamlegast látið  vita af ykkur í afgreiðslu eins og áður 

 • Hver og einn þarf að spritta eftir sig æfingartæki eins og hjól, bretti, bekki, handlóð og annað sem þeir hafa nota. Þegar verið er að nota bretti eða hjól þarf að gæta að fjarlægð í næsta mann, velja t.d. annað hvert bretti eða hjól. Ef ekkert er laust þá er nauðsynlegt að bíða eða gera annað  
 • Við notkun á bekkef skjólstæðingar eru að nota kodda þá þurfa þeir að leggja taubleyju yfir koddann og setja hana í óhreinatauskörfu eftir notkun (taubleyjur og óhreinatausskarfa er í salnum) 

Tilmæli og upplýsingar til fólks sem kemur í endurhæfingu á Bjargi

 Til að gæta fyllsta öryggis viljum við að biðja ykkur að gæta að sóttvörnum og virða þær vinnureglur sem endurhæfingin fylgir

 • Æskilegt er að þið hafið nýlega farið í sturtu og komið í hreinum fötum í meðferðartíma og æfingar 
 • Muna að spritta hendur um leið og þið komið í hús og áður en farið er af staðnum
 • Látið vita af ykkur í afgreiðslu, starfsmaður merkir við mætingu. Virðið merkingar um nálægð
 • Mæta einungis rétt fyrir bókaðan tíma og yfirgefa staðinn strax eftir að meðferð eða æfingum líkur
 • Hafa sína eigin flösku með vatni meðferðis
 • Búningsklefar og baðaðstaða er lokuð fyrst um sinn
 • Við veitum ekki hita og vax meðferð eins og er 
 • Vinsamlegast haldið ykkur heima ef líkur eru á smiti eða ef þið eruð með flensulík einkenni
 • Munið að virða tveggja metra regluna eins og hægt er öllum stundum

Hópar

Bak-hópur: Fólk úr bakhópi er velkomið að koma frá 8:00 til 11:00 á mánudögum og fimmtudögum og æfa sig og nota æfingakort. Æfingaplön muni hanga uppi í sal.                                   

 • Axlar-hópur: Fólk úr axlar-hóp er velkomið að koma í salinn, Þriðjudaga og Föstudaga kl. 8:00 til 11:00 og æfa á eigin vegum. Æfingaplön munu hanga uppi í sal.
 • Sund hópur byrjar aftur í haust en við hvetjum sunddrottningar eindregið til að stunda sundið í sumar á eigin vegum
 • Gigtar-hópur með sjúkraþjálförum mánudagur og fimmtudagur kl. 9:00
 • Hreyfing, heilsa, vellíðan með sjúkraþjálfurum mánudagar kl. 10:00 og föstudagur kl. 9:00 
 • Liðvernd (hné og mjaðmir) með sjúkraþjálfurum. Þriðjudagur og fimmtudagur kl. 11:00                                                                    Opinn liðverndar-hópur. Miðvukudagar kl. 10:00
 • Létt leikfimi (parkar) með sjúkraþjálfurum. Þriðjudagur kl. 10.00 og Föstudagur kl. 10.00

 

Furuholt Sumarbústaður

Í júlí og ágúst og september verður um vikuleigu að ræða eins og undanfarin ár. Leiguverðið fyrir vikuleigu er óbreitt eða 35.000 kr.

ENDURHÆFING

Á Bjargi er stunduð almenn iðju- sjúkraþjálfun, sogæðanudd, nálastungur, verkjameðferð, endurhæfing eftir slys, áföll og aðgerðir ásamt heimasjúkraþjálfun. Meginn þungi starfsemi Bjargs hefur þó ávallt verið þjálfun barna og heyfihamlaðra.

SJÚKRAÞJÁLFUN

Markmið sjúkraþjálfunar er að veita alhliða þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, viðhalda og efla heyfigetu, jafnvægi og færni og draga úr verkjum. Þjónustan er ávallt einstaklingsbundin og fer meðferð fram í einstaklings- eða hóptímum.

IÐJUÞJÁLFUN

Tilgangur iðjuþjálfunar er að efla færni einstaklinga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan felst í að  að efla jafnvægi, skynhreyfi-, fínhreyfi- og grófhreyfifærni. Þá eru iðjuþjálfar okkar einnig að vinna með hegðunarvanda í gegnum atferlismótandi úrræði.